Segir fyrirhugað verkfall óskiljanlegt

Aldís Hafsteinsdóttir.
Aldís Hafsteinsdóttir. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir fyrirhugað verkfall starfsmanna Eflingar hjá nokkrum sveitarfélögum á þriðjudaginn óskiljanlegt og vill jafnvel að lög verði sett á verkfallið.

Þessu greindi hún frá í tíufréttum RÚV.

Ef verkfallið brestur á verður ekki hægt að þrífa í leik- og grunnskólum og einhverjum yrði líklega lokað.

Aldís segist ekki vera ein um þá skoðun að finnast forkastanlegt að lítill hópur starfsmanna sveitarfélaga ætli að misnota aðstöðu sína með þessum hætti til að ná fram launahækkunum umfram það sem þegar hefur verið samið um við aðra starfsmenn sveitarfélaga.

Hún segir að SÍS sé fyrirmunað að semja við Eflingu um annað en aðrir hafa fengið í þessari samningalotu.

Spurð hvort hún vilji að leitað verði liðsinnis Alþingis segir hún: „Það getur vel verið að það þurfi að grípa til aðgerða sem eru miður skemmtilegar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert