Aftur fundað eftir sex daga

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Sigurður Bogi

Samn­inga­nefnd­ir Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga og rík­is­ins munu funda næst á miðvikudag en fundi í kjaradeilunni lauk nú í hádeginu. Um var að ræða fyrsta fundinn eftir að hjúkrunarfræðingar höfnuðu nýgerðum kjarasamningi við ríkið.

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir að ágætlega hafi gengið hjá ríkissáttasemjara í morgun.

Ætlunin sé að velta öllum steinum og kortleggja verkefnið sem framundan er. „Við fórum heim með smá heimavinnu og komum saman í næstu viku,“ segir Guðbjörg.

Guðbjörg vildi ekki tjá sig um hvort það hafi verið henni vonbrigði að nýundirritaður kjarasamningur var felldur.

„Þetta er bara niðurstaða félagsmanna og þeir hafa talað,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert