Eitt smit sendi 28 í sóttkví

Tveir voru í sóttkví á Akranesi í fyrradag en eftir …
Tveir voru í sóttkví á Akranesi í fyrradag en eftir að smit greindist hjá nemanda í Heiðarskóla á voru 28 til viðbótar sendir í sóttkví. mbl.is

Alls er 31 í sóttkví á Akranesi eftir að nemandi í Heiðarskóla, leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, greindist með COVID-19-sjúkdóminn. Aðeins voru tveir í sóttkví fyrir það en þetta eina smit gerði það að verkum að 28 til viðbótar voru sendir í sóttkví.

Nemandinn var einkennalaus en var greindur með sjúkdóminn á sunnudag eftir skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu á Akranesi.

RÚV greinir frá þessu og þar er haft eftir Sigríði Láru Guðmundsdóttur, skólastjóra Heiðarskóla, að aðgreining námshópa hafi borið góðan árangur því aðeins einn nemendahópur af fjórum hafi þurft að fara í sóttkví. Fimm starfsmenn skólans og 19 nemendur eru nú í sóttkví.

Skólahald færðist í samt horf í gær eftir að breytingar á reglum um samkomubann og starfsemi leik- og grunnskóla tóku gildi. Þeir nemendur sem eru í sóttkví stunda fjárnám meðan á henni stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert