Breyttu „íkonískri“ mynd af Bubba

Bubbi með vindlinginn í munnvikinu. Myndina tók Björgvin Pálsson ljósmyndari …
Bubbi með vindlinginn í munnvikinu. Myndina tók Björgvin Pálsson ljósmyndari og birtist hún fyrst í tímaritinu Samúel árið 1981. Plaköt/Borgarleikhúsið
Hér má sjá hvernig myndinni hefur verið breytt.
Hér má sjá hvernig myndinni hefur verið breytt. Plaköt/Borgarleikhúsið


Sígaretta á frægri mynd af Bubba Morthens var fjarlægð af öllu helsta markaðsefni vegna söngleiksins Níu lífa sem fjallar um ævi Bubba Morthens rétt fyrir frumsýningu í mars eftir að Borgarleikhúsinu bárust kvartanir vegna sígarettunnar.

Þetta staðfestir Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri Borgarleikhússins. Heimildir Morgunblaðsins herma að leikhúsinu hafi borist kæra vegna myndarinnar.


„Við fengum ábendingar frá mörgum og fórum í smá skoðun með þetta. Við litum fyrst á það þannig að við værum þarna að nota mynd sem væri heimild um Bubba Morthens og væri orðin fræg. Svo komu fram raddir um að sígarettan stuðlaði að reykingum. Að skoðuðu máli vildum við ekki fara á móti því forvarnarstarfi sem hefur verið unnið,“ segir Pétur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Spurður hvort ekki sé um ritskoðun að ræða segir hann: „Það er það sem við sögðum fyrst. Við vorum bara með íkoníska mynd af Bubba Morthens sem er heimild um hann. Ef maður fer í gegnum veggspjöld hjá leik- og kvikmyndahúsum um allan heim þá er mjög algengt að reykjandi fólk sé á þeim.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »