„Óskaplega slæmt“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það slæmt að stöndug …
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það slæmt að stöndug fyrirtæki, sem greitt hafa út arð á sama tíma og þau nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda. mbl.is/​Hari

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það slæmt að stöndug fyrirtæki nýti sér hlutabótaleið stjórnvalda á sama tíma og þá hafa greitt út arð. 

„Það er óskaplega slæmt og rekur rýting í samstöðuna sem við höfum öll verið að reyna að byggja upp á Íslandi til þess að komast saman í gegnum þessa tíma,“ sagði Bjarni í viðtali við fréttamann RÚV að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Tekur hann því undir orð forsætisráðherra sem sagði í gær að það væri óviðundandi þegar stöndug fyrirtæki fara þessa leið. 

Bjarni vill að ferlið sé gegnsætt og segir hann stjórnvöld hafa nægar heimildir til að kalla eftir skýringum fyrirtækjanna. Segir hann að birta verði lista yfir öll fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina. 

Bjarni sagði jafnframt að ef að stjórnvöld fái ekki fullnægjandi skýringa rá því hvers vegna fyrirtæki hafi nýtt sér úrræðið verði leiðir skoðaðar til að endurheimta fjármagnið með einum eða öðrum hætti. 

Meðal fyrirtækja sem hafa greitt út arð og nýtt sér hlutabótaleiðina stuttu síðar eru Össur, Hagar, Festi og Skeljungur. Hið síðastnefnda tilkynnti í gær að það muni bjóða öllum starfs­mönn­um sín­um 100% vinnu og endurgreiða Vinnu­mála­stofn­un kostnað vegna þeirra starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins sem fengu hluta­bóta­greiðslur í apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka