Þyrlan reyndist vel við malarflutninga í Esjuhlíðum

Þyrlan við malarflutninga á Esjustíg.
Þyrlan við malarflutninga á Esjustíg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þyrla var til malarflutninga við endurbætur á göngustígum hátt uppi í hlíðum Esjunnar við Mógilsá í gær.

Leiðin þar á fjallið er mjög fjölfarin af göngufólki og því þurfti endurbætur á svæðinu, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með.

Bæði er leiðin að Steini og þaðan áfram á Þverfellshorn lagfærð með ofaníburði á leirkenndum stíg en einnig verður útbúinn nýr stígur austur og inn með fjallinu í Kollafjarðarbotn, þar sem hafa verið lagðar fjallahjólabrautir og göngustígur í fallegri náttúru, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert