Þrengt að veglínu Sundabrautar

Þorpið í Gufunesi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók í síðustu …
Þorpið í Gufunesi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók í síðustu viku fyrstu skóflustungu að framtíðarbyggðinni. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Fyrirhuguð uppbygging húsnæðis fyrir heimilislausa í Gufunesi er utan deiliskipulags, að sögn Ólafs Kr. Guðmundssonar, varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Með framkvæmdunum sé þrengt að vegstæði Sundabrautar, en það hafi þegar verið gert með samkomulagi um nýtt hverfi, Þorpið, í Gufunesi.

Borgarstjóri mætir á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í dag en tilefnið er samkomulag um mögulegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Bergþór Ólason, formaður nefndarinnar, segist þó eiga von á að Sundabraut verði einnig til umræðu, að því  er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert