Tryggvagata mun taka miklum breytingum

Bílastæðin sunnan Tollhússins verða aflögð og í staðinn verður útbúið …
Bílastæðin sunnan Tollhússins verða aflögð og í staðinn verður útbúið torg sem liggur vel við sólu. Tölvumynd/Reykjavíkurborg

Sex tilboð bárust í endurgerð Tryggvagötu og Naustanna í Kvosinni í Reykjavík. Tilboð voru opnuð 5. maí sl. Lægsta tilboðið í verkið átti Bjössi ehf., 393 milljónir króna. Var það 89% af kostnaðaráætlun, sem var rúmar 400 milljónir.

Næstlægsta tilboðið átti Grafa og grjót ehf., 397,5 milljónir króna. Verið er að yfirfara tilboðin hjá Reykjavíkurborg, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í sumar hyggst Reykjavíkurborg vinna áfram að því að fegra og endurgera Tryggvagötuna. Búið er að gera endurbætur á Bæjartorgi og Steinbryggju og næst verður haldið áfram til vesturs að Naustum. Svæðinu sunnan við Tollhúsið verður breytt, bílastæði aflögð og sett upp almenningsrými. Naustin verða einnig endurgerð frá Tryggvagötu að Geirsgötu. Að ári er svo áætlað að vinna síðasta áfangann frá Naustum að Grófinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert