Óhressir með bann við sjóíþróttaiðkun

Við Gróttu. Brimbrettakappi nýtir sér öflugar öldurnar á Seltjörn.
Við Gróttu. Brimbrettakappi nýtir sér öflugar öldurnar á Seltjörn. mbl.is/Bogi Þór Arason

Fólk sem stundað hefur sjóíþróttir á Seltjörn við Gróttu eru afar óhresst með þá ákvörðun bæjarstjórnar Seltjarnarness að banna sjóíþróttir á svæðinu frá 1. maí til 1. ágúst.

Sett hefur verið af af stað undirskriftasöfnun á netinu þar sem fólk er hvatt til að mótmæla þessari ákvörðun. Í framhaldinu verði væntanlega gripið til einhverra aðgerða, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Eins og fram kom í frétt hér í blaðinu á fimmtudag telur bæjarstjórnin nauðsynlegt að banna sjóíþróttir á svæðinu til að skapa næði á varp- og uppeldistíma fugla.

„Við, sem höfum fengið að stunda sjóíþróttir á Seltjörn, svo sem seglbretti, kætsörf, kajak, brimbretti og sjósund, könnumst ekki við að hafa truflað fugla á hreiðrum eða brotið gegn friðun Gróttu sem enginn ágreiningur er um,“ segir m.a. í texta undirskriftasöfnunarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert