Kjöt áfram flutt inn

Leyft verður að flytja inn 1.426 tonn af kjöti til …
Leyft verður að flytja inn 1.426 tonn af kjöti til áramóta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin treystir sér ekki til að verða við óskum Bændasamtaka Íslands um að sleppa útboðum á tollkvótum til innflutnings á kjöti frá Evrópusambandinu á seinni hluta þessa árs.

Talið er að það yrði brot á samningum við ESB. Formaður Bændasamtakanna segir að verði innflutningskvótarnir nýttir muni safnast upp kjöt í birgðageymslum, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, bendir á að ein af forsendum þess að ákveðið var að auka innflutning á kjöti sé sá mikli fjöldi ferðamanna sem hingað hafi komið. „Ferðamaðurinn lætur ekki sjá sig núna vegna kórónuveirufaraldursins. Þess vegna óskuðum við eftir athugun á möguleikum þess að sleppa seinna útboði á tollkvótum þessa árs. Við erum ekki að biðja um að útboðin verði alfarið tekin af.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »