Hefja rannsóknir á ritmenningarstöðum

Þingeyrar Steinunn Kristjánsdóttir stjórnar rannsókn á klaustrinu.
Þingeyrar Steinunn Kristjánsdóttir stjórnar rannsókn á klaustrinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Fornleifarannsóknir verða í Odda á Rangárvöllum og Þingeyrum í Húnaþingi með uppgreftri í sumar. Í Dölum verður unnið að skráningu á fornleifum á Staðarhóli og jörðum sem honum tengjast.

Í þessum verkefnum sem fengu hæstu styrkina úr sjóðnum Ritmenning íslenskra miðalda er einnig unnið að rannsóknum á öðrum sviðum enda eiga þau öll að vera þverfagleg.

Vinnan við Þingeyraverkefnið skiptist aðallega í tvennt, og að sögn Steinunnar Kristjánsdóttur, prófessors í fornleifafræði við Háskóla Íslands, sem stjórnar rannsókninni, verður grafið á Þingeyrum í sumar, ef leyfi fæst.

Lögð verður áhersla á að leita að minjum um ritmenningu, meðal annars um nautgriparækt, sútun og gerð bókfells. Samhliða verða handritin sem þaðan eru komin skoðuð og reynt að kanna uppruna bókfellsins og lita sem notaðir voru. Meðal annars verður athugað hvort hægt er að greina efni sem notuð voru í ritstofu klaustursins í beinum fólks sem koma upp við rannsóknina, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert