Margir hafa kosið forseta utan kjörfundar

Baráttan um Bessastaði er hafin.
Baráttan um Bessastaði er hafin. mbl.is/Hjörtur

Frá því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna komandi forsetakosninga hófst hjá sýslumönnum um allt land í morgun höfðu 129 einstaklingar greitt atkvæði nú um fimmleytið í dag.

Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir kjörsókn vera meiri en hún hafði búist við.

„Það er búin að vera þó nokkur traffík hérna. Mun meiri en maður reiknaði með,“ segir Bergþóra sem telur að meirihlutinn hafi greitt atkvæði í Smáralind í Kópavogi þar sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er með aðstöðu.

Hægt verður að kjósa utan kjörfundar alla daga frá klukkan 10 til 19 nema á hvítasunnu og annan í hvítasunnu.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson hagfræðingur eru í framboði en enn á þó eftir að yfirfara framboðsgögn þeirra og undirskriftir.

Kjörstöðum fjölgar 15. júní

Kjör­stöðum á höfuðborg­ar­svæðinu verður fjölgað 15. júní og frá og með þeim degi verður hægt að greiða at­kvæði utan kjör­fund­ar bæði á 1. og 2. hæð Smáralind­ar, en auk þess á Laug­ar­dals­velli. Verður þá opið alla daga milli 10 og 22, en lokað 17. júní.

Á kjör­dag, laug­ar­dag­inn 27. júní, verður ein­göngu opið á 1. hæð í Smáralind milli klukk­an 10 og 17 fyr­ir kjós­end­ur á kjör­skrá utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Er­lend­is geta Íslend­ing­ar kosið í sendi­ráðum. Ut­an­rík­is­ráðuneytið vekur at­hygli á því að sums staðar þarf að panta tíma fyr­ir fram, til að tryggja að ekki safn­ist of marg­ir sam­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert