Mannvirkin þurfa viðhald

Enn eru mannvirki á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem nýtt eru …
Enn eru mannvirki á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem nýtt eru af Atlantshafsbandalaginu og herjum ríkja þess við æfingar. mbl.is/RAX

Íslensk stjórnvöld hafa ekki hafið formlegar viðræður við bandarísk stjórnvöld eða Atlantshafsbandalagið (NATO) um aðrar framkvæmdir en þær 13 til 14 milljarða framkvæmdir sem standa yfir eða eru í undirbúningi á og við öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll.

Þetta kom fram í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í sérstakri umræðu á Alþingi um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum. Málshefjandi var Birgir Þórarinsson, Miðflokknum.

Fram hefur komið að Vinstri-græn lögðust gegn tillögu utanríkisráðherra um nýjar framkvæmdir á vegum NATO á Suðurnesjum. Talið var að umfang þeirra myndi hlaupa á 12 til 18 milljörðum en lítils mótframlags krafist af íslenska ríkinu. Guðlaugur Þór sagði í gær að tillögur hans hefðu hljóðað upp á 1.450 milljóna mótframlag Íslands samtals á fimm árum til endurbóta á hafnaraðstöðunni í Helguvík. Einnig að framkvæmdum við gistirými á öryggissvæðinu í Keflavík yrði flýtt, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Sagði ráðherra að til þess að hægt væri að framkvæma varnarsamninginn við Bandaríkin þyrftu tiltekinn aðbúnaður og fullnægjandi mannvirki að vera til staðar til að hægt væri að hrinda herverndinni í framkvæmd. Of seint væri að huga að viðhaldi og endurbótum þegar hættuástand skapaðist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert