Hjólað í vinnuna 2020 lokið

Frá verðlaunaafhendingu.
Frá verðlaunaafhendingu. Ljósmynd/Aðsend

Hjólað í vinnuna 2020 lauk formlega í hádeginu í dag með verðlaunaafhendingu í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fyrr í vikunni lauk skráningum ferða og þar með voru úrslitin ljós. Húsfyllir var við afhendinguna og afhenti Þráinn Hafsteinsson formaður Almenningsíþróttasviðsnefndar ÍSÍ þátttakendum verðlaunaplatta í hverjum flokki fyrir sig.

Samkvæmt fréttatilkynningu vegna málsins voru þátttakendur í ár alls 6.659, sem er 7% aukning frá í fyrra. Vinnustaðir voru alls 507 sem skráðu 1.116 lið til keppni. Skráðir kílómetrar voru 468.143 km sem jafngildir um 344 hringjum í kringum landið. 

Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Það er nefnilega einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi að nota virkan ferðamáta.

Alla vinnustaði í verðlaunasæti má finna á heimasíðu verkefnisins.

mbl.is