Rauntímaupplýsingar í strætóskýlum

Alls eru 56 biðstöðvar í dag með LED-skjám sem allar …
Alls eru 56 biðstöðvar í dag með LED-skjám sem allar fá rauntímaupplýsingar sem verða sýnilegar efst í tveimur línum á skjánum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rauntímaupplýsingar frá Strætó munu birtast í öllum stafrænum strætóskýlum í Reykjavík frá og með deginum í dag, föstudeginum 29. maí. Geta notendur biðstöðvarinnar séð hversu margar mínútur eru í næsta vagn.

„Þetta er stórt skref í átt að betri þjónustu fyrir viðskiptavini Strætó en þessi virkni mun eyða óvissu og bæta upplifun þeirra sem eru að bíða eftir vagni,“ segir í tilkynningu frá Strætó. Kveikt verður á kerfinu á biðstöðinni við Lækjartorg klukkan 13:30.

Alls eru 56 biðstöðvar í dag með LED-skjám sem allar fá rauntímaupplýsingar sem verða sýnilegar efst í tveimur línum á skjánum. Stefnt er að því að fjöldi skýla sem sýnir þessar hagnýtu upplýsingar verði um 100 fyrir árslok.

Til stendur að gera þessar upplýsingar aðgengilegar í Strætó-appinu svo notendur þess geti nálgast rauntímaupplýsingarnar í hvaða biðstöð sem er.

mbl.is