655 samningafundir í Karphúsinu á einu ári

Í karphúsinu.
Í karphúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stórar samningalotur ollu miklu annríki hjá embætti Ríkissáttasemjara í fyrra, á ári Lífskjarasamninganna og nokkurra harðra kjaradeilna.

Alls voru skráðir 655 samningafundi í Karphúsinu á síðasta ári, sem var þó ekki metár í fjölda funda því á árinu 2015 fóru fram 859 fundir í húsakynnum sáttasemjara.

Í ársskýrslu Ríkissáttasemjara fyrir árið 2019 kemur fram að í fyrra var alls 42 kjaradeilum vísað til sáttameðferðar auk þriggja mála sem voru frá 2018 en teygðu sig yfir á árið 2019. Tugir vinnustöðvana voru boðaðir á árinu í fjölda mála og komu margar þeirra til framkvæmda, yfirleitt með röð aðgerða á einstökum stöðum. Að frátöldum málum sem lauk með afturköllun vísunar til sáttasemjara var stysti vinnslutími sáttamáls á árinu 8 vikur og sá lengsti tæpar 18 vikur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »