Eldurinn kviknaði líklega út frá tölvu í hleðslu

Eldurinn kviknaði á sveitabænum Snartarstöðum í Lundarreykjadal.
Eldurinn kviknaði á sveitabænum Snartarstöðum í Lundarreykjadal. Ljósmynd/Skessuhorn

Allt bendir til þess að eldurinn sem kviknaði á sveitabænum Snartarstöðum í Lundarreykjadal fyrr í vikunni hafi kviknað út frá tölvu sem var í hleðslu á efri hæð hússins.

Að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Vesturlandi, gerist það oft þegar tölvur sitja á taui og hleðslutækið ofhitnar að það kviknar í tauinu. Allt bendir til þess að þetta hafi gerst en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er að leggja lokahönd á sína greiningu.

Aðspurður segir Jónas efri hæð hússins vera mjög illa farna eftir eldsvoðann. Hann varar fólk við því að geyma tölvur og hleðslutæki á taui. Frekar skuli geyma búnaðinn á hörðum fleti.

Fjöl­skyld­an sem var í hús­inu komst að sjálfs­dáðum út um úti­dyrn­ar og fékk hún í fram­hald­inu aðhlynn­ingu hjá sjúkra­flutn­inga­mönn­um. Ekki þurfti að flytja fólkið á sjúkra­hús.

mbl.is