Nágrannar aðstoðuðu við slökkvistörf

Slökkviliðinu tókst á níunda tímanum í kvöld að slökkva sinueld í Vallahverfinu í Hafnarfirði sem kom upp á sjöunda tímanum. Á tímabili brann á býsna stóru svæði en rétt rúmlega átta náðu slökkviliðsmenn tökum á eldinum. 

Nágrannar hjálpuðu við að slökkva eldinn og að sögn varðstjóra tókst slökkviliði að ná tökum á eldinum eftir að nóg af slökkviliðsmönnum mætti á svæðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert