„Við tökum þessu mjög alvarlega“

„Við erum nýlega búin að fá upplýsingar um þetta. Við …
„Við erum nýlega búin að fá upplýsingar um þetta. Við vitum ekki umfangið en þetta er nógu mikið til að við tökum þessum mjög alvarlega og bregðumst við.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á Norðurlandi eystra hafa borist nokkrar ábendingar um að í umdæminu séu í umferð hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi veikst vegna neyslu á slíkum böngsum í umdæminu.

Þetta segir Steinar Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is.

„Við erum nýlega búin að fá upplýsingar um þetta. Við vitum ekki umfangið en þetta er nógu mikið til að við tökum þessum mjög alvarlega og bregðumst við.“

Steinar segir málið á frumstigi og að ekki sé hægt að segja til um á þessu stigi hvort málið tengist því sem upp kom á Suðurnesjum, þar sem tvær stúlkur urðu alvarlega veikar eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu kannabis og morfín.

„Við bara vitum það ekki. Þetta er í rauninni á frumstigi allt saman og þess vegna erum við að kalla eftir upplýsingum. Við höfum fengið nokkrar ábendingar og þær eru áreiðanlegar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert