Bleiksárbrúin laskaðist

Ræsi sett í ána, en til þess var notuð stór …
Ræsi sett í ána, en til þess var notuð stór grafa. Vörubílar fluttu möl og þannig var mótaður vegur sem er þó aðeins til bráðabirgða. Ljósmynd/Sveinbjörn

Menn úr vinnuflokkum Vegagerðarinnar hefjast strax eftir helgi handa við að reisa nýja brú yfir Bleiksá innarlega í Fljótshlíð.

Burðarstaur við nyrðri enda gamallar brúar sem nú er yfir ána gaf sig á miðvikudaginn svo loka varð fyrir umferð stærri bíla og loks allra ökutækja. Í gær voru í ána sett ræsi og þar mótaður vegur yfir. Sú lausn er þó aðeins til skemmri tíma.

Brúin gamla er átta metra löng, reist fyrir um sextíu árum og er barn síns tíma eins og gjarnan er sagt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »