Hvalfjarðargöngin lokuð vegna slyss

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hvalfjarðargöngin eru lokuð í báðar áttir vegna umferðarslyss. Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins verða göngin væntanlega lokuð í einhvern tíma en ekki liggur fyrir hvort um alvarlegt slys sé að ræða. Um þriggja bíla árekstur er að ræða og er talið að það taki talsverðan tíma að hreinsa vettvanginn og ekki verður hægt að hleypa umferð um göngin fyrr en því er lokið.

mbl.is