Fyrsta skref í átt að framtíðarskipulagi

Leið 1 tekur engum breytingum, enda stofnleið og ein vinsælasta …
Leið 1 tekur engum breytingum, enda stofnleið og ein vinsælasta Leið Strætó. mbl.is/Árni Sæberg

Nýtt leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði tekur gildi á sunnudag, 14. júní. Upplýsingafulltrúi Strætó segir að um sé að ræða fyrsta skrefið í átt að framtíðarskipulagi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.

„Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru að breytast með tilkomu borgarlínu. Við hjá Strætó þurfum að búa til nýtt leiðanet til þess að það passi við borgarlínuna og þessi breyting í Hafnarfirði er í rauninni fyrsta skrefið í því ferli,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason í samtali við mbl.is.

Guðmundur Heiðar Helgason.
Guðmundur Heiðar Helgason.

Breytingar á leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði felast í því að leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 hætta akstri og ný leið 19 og lengri leið 21 leysa þær af hólmi.

„Kerfið í Hafnarfirði hefur verið svolítið flókið og óhagkvæmt,“ segir Guðmundur Heiðar. „Við erum með leið 22 sem keyrir bara fyrir hádegi, og svo leiðir 33 og 34 sem keyra einn hring fyrir hádegi og breytast í leiðir 43 og 44 eftir hádegi og keyra annan hring. Þetta er snúið system sem við erum að reyna að einfalda.“

Mun skilvirkara

„Við erum að leitast við að rétta aðeins úr leiðunum, gera ferðatíma styttri og miða frekar að því að fjölga farþegum. Á móti gæti verið að einhverjir þurfi að ganga aðeins lengra að biðstöðinni, en þetta er miklu skilvirkara. Hann keyrir þá á góðri tíðni og fram og til baka í stað þess að keyra í hring, sem stundum getur verið mjög óhentugt,“ segir Guðmundur Heiðar.

Við erum bara mjög spennt fyrir þessu og lítum á að þetta sé hið fyrsta skref í átt að framtíðarskipulagi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.“

Nánar um nýtt leiðanet í Hafnarfirði á vef Strætó

Kort af nýju leiðaneti Strætó í Hafnarfirði.
Kort af nýju leiðaneti Strætó í Hafnarfirði. Kort/Strætó
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert