Úrskurða að FÍN felldi ekki samning

Hvaleyri í Hafnarfirði.
Hvaleyri í Hafnarfirði.

Félagsdómur kvað í gær upp þann úrskurð að kjarasamningur Félags íslenskra náttúrufræðinga og samninganefndar ríkisins sem undirritaður var 2. apríl síðastliðinn hefði verið samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal náttúrufræðinga.

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) túlkaði niðurstöður atkvæðagreiðslunnar svo að samningurinn við ríkið hefði verið felldur, en 51,2% sögðu nei, 48,8% sögðu já og 21 skilaði auðu.

Samninganefnd ríkisins hélt því hins vegar fram að náttúrufræðingar hafi í reynd samþykkt samninginn. Þegar hlutfall þeirra er kusu gegn samþykkt kjarasamningsins væri vegið á móti heildarfjölda greiddra atkvæða hefði það einungis verið 49,3% og því ekki náð því hlutfalli sem tilskilið er í 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, að því er fram kemur í Momrgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert