Össur innan handar við umboð á rafmagnsvögnum

Rafmagnslausnir Yutong í almenningssamgöngum er að finna víða.
Rafmagnslausnir Yutong í almenningssamgöngum er að finna víða.

Benedikt G. Guðmundsson, aðaleigandi umboða Yutong á Norðurlöndunum í gegnum GTGroup ehf., segir að sala rafmagnsvagna frá Yutong hafi gengið vel og hafa að undanförnu verið gerðir samningar í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Áður hefur Strætó bs. fest kaup á 14 rafmagnsvögnum frá Yutong.

Yutong er framleiðandi strætisvagna og rútubíla og eru höfuðstöðvar félagsins í Zhengzhou í Henan-héraði í Kína. Fyrirtækið kveðst á heimasíðu sinni vera með stærstu verksmiðju sinnar gerðar í heimi og að það hafi framleitt yfir 70 þúsund farartæki, þar af hafi um 60 þúsund verið flutt út.

Össur Skarphéðinsson, fv. utanríkisráðherra, hefur verið fyrirtækinu innan handar og gegnir hann stöðu stjórnarformanns umboðsins í Svíþjóð. Reynsla Össurar hefur komið að góðum notum, að sögn Benedikts.

Benedikt segir umboðin fyrstu samstarfsaðila Yutong vegna sölu í Evrópu, en umboðsfyrirtækin eru Yutong ehf. á Íslandi, Yutong Eurobus AS í Noregi og Yutong Eurobus AB í Svíþjóð. Hann segir samstarfið við Yutong ganga mjög vel, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »