73 með lögheimili en íbúðareign 192 m²

Loftmynd yfir vettvangi brunans í morgun.
Loftmynd yfir vettvangi brunans í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

73 einstaklingar voru með skráð lögheimili á Bræðraborgarstíg 1, þar sem mikill eldsvoði varð í gær. Íbúarnir eru allir, nema einn, af erlendum uppruna. Þrír létust í eldsvoðanum í gær, en tveir eru enn á gjörgæslu.

Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins. Þar segir að 28 Pólverjar séu til heimilis í húsinu, 28 Lettar, 12 Litháar, þrír Rúmenar, einn Spánverji og einn Íslendingur. Langstærstur hluti þeirra sem er með lögheimili í húsinu er með erlent vegabréf en íslenska kennitölu.

Húsið er samtals um 450 fermetrar að stærð en skráð …
Húsið er samtals um 450 fermetrar að stærð en skráð íbúðareign í því eru 192 fermetrar. Kristinn Magnússon

Húsið, sem er á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu, er byggt 1906 og er samtals um 450 fermetrar að stærð. Á vef þjóðskrár er því skipt í fjóra hluta, tvær íbúðareignir, eina 111,3 fermetra og aðra 80,3 fermetra, skrifstofu 69 fermetra og leikskóla 191 fermetra, sem áður var starfræktur á neðstu hæð hússins.

Skráð íbúðarhúsnæði í húsinu er því samtals um 192 fermetrar.

Tveir voru hand­tekn­ir á vett­vangi fyr­ir að hlýða ekki fyr­ir­mæl­um lög­reglu, en síðan sleppt eft­ir skýrslu­tök­ur. Einn er enn í haldi lög­reglu í þágu rann­sókn­ar­inn­ar og mun ákvörðun um hvort kraf­ist verður gæslu­v­arðhalds yfir hon­um liggja fyr­ir síðar í dag.

Húsið er gerónýtt.
Húsið er gerónýtt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert