Herskip og kafbátar koma einn af öðrum

Kanadíska freygátan kom til Íslands í dag. Hún tekur þátt …
Kanadíska freygátan kom til Íslands í dag. Hún tekur þátt í kafbátaeftirlitsæfingu NATO sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Herskip og kafbátar flykkjast nú til landsins í tilefni af kafbátaeftirlitsæfingunni Dynamic Mongoose 2020 sem fer fram við Íslandsstrendur á mánudaginn. Kanadíska freygátan HMCS Freferictio, sem þjónað hefur kanadíska hernum frá árinu 1994, kom til Reykjavíkur í dag.

Auk Íslands taka sex NATO-þjóðir þátt í verkefninu: Kanada, Frakkland, Noregur, Bretland og Bandaríkin. Æfingar sem þessar fóru seinast fram á Íslandi árið 2017 en hafa annars verið haldnar við Noregsstrendur frá árinu 2012. 

Fyrstu skipin sem taka þátt í æfingunni komu til hafnar í gær og lögðust önnur að bryggju í dag vegna undirbúnings. Komur þeirra hafa verið skipulagðar í samráði við íslensk heilbrigðisyfirvöld og hafa viðeigandi sóttvarnaráðstafanir verið gerðar.

Óðinn, eftirlitsbátur Landhelgisgæslunnar, fylgdi kanadíska herskipinu.
Óðinn, eftirlitsbátur Landhelgisgæslunnar, fylgdi kanadíska herskipinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is