Boða til samstöðufundar vegna brunans

Að göngunni lokinni býðst gestum að skilja eftir blóm og …
Að göngunni lokinni býðst gestum að skilja eftir blóm og rafmagnskerti við húsið sem brann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Boðað hefur verið til samstöðufundar við Alþingishúsið til að vekja athygli á bágri stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Eftir samstöðufundinn verður gengið að húsinu við Bræðraborgarstíg þar sem þrír létust í eldsvoða í síðustu viku.

Tilgangur samstöðufundarins er að mótmæla óviðunandi búsetuúrræðum fyrir erlent verkafólk, ólöglegri starfsemi þar sem illa er komið fram við erlent verkafólk og ósæmandi stuðningi verkalýðsfélaga við erlent verkafólk.

Samstöðufundurinn hefst klukkan tólf á hádegi og þar verður hægt að sýna vinum og fjölskyldu hinna látnu samhug. Að göngunni lokinni býðst gestum að skilja eftir blóm og rafmagnskerti við húsið sem brann.

Nánar um samstöðufundinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert