Rekstur b5 og fleiri staða í mikilli óvissu

Einn þeirra staða sem farið hafa illa út kó.
Einn þeirra staða sem farið hafa illa út kó. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er mjög erfitt að standa af sér árásir frá lánardrottnum með litlar tekjur,“ segja veitingamennirnir Þórður Ágústsson og Þórhallur Viðarsson á b5 í Bankastræti.

Blikur eru á lofti í rekstri skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur eftir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því í byrjun vikunnar að ekki væri fyrirséð hvenær hægt yrði að mæla með því að afgreiðslutími þeirra yrði rýmkaður.

Þeir staðir sem gera út á djammið á föstudags- og laugardagskvöldum hafa farið illa út úr kórónuveirufaraldrinum. Eftir að slakað var á samkomubanni og leyft að hafa opið á krám til klukkan 23 hafa margir staðir náð sér ágætlega á strik en þeir sem gera út á tekjur eftir miðnætti um helgar skiljanlega ekki.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag gagnrýna Þórður og Þórhallur það umhverfi sem þeim sé búið; ekki sé komið til móts við það tekjufall sem fyrirtækið hafi orðið fyrir og engar upplýsingar séu fyrir hendi um hvenær búast megi við að rekstrarumhverfið geti færst í fyrra horf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »