Þernutrítill í heimsókn

Þrjár tegundir trítla hafa sést í Vestur-Evrópu og þar af …
Þrjár tegundir trítla hafa sést í Vestur-Evrópu og þar af nú tvær hér á landi. Ljósmynd/Mikael Sigurðsson

Þernutrítill, lítill vaðfugl kominn alla leið frá Suður-Evrópu eða jafnvel Norður-Afríku, er þessa dagana í Garði á Reykjanesskaga. Hans varð fyrst vart þar á föstudag, 26. þessa mánaðar, og hafa fuglaáhugamenn víðs vegar að af landinu og jafnvel heiminum lagt leið sína þangað til að berja hann augum og ljósmynda.

Þernutrítill hafði aldrei fundist á Íslandi áður, en einn kom um borð í Snæfugl SU þann 7. júní árið 1997, þar sem báturinn var á veiðum á Lónsdýpi. Hann var svo hafður í haldi en drapst síðar um sumarið.

Trítlar eru vaðfuglar og hefur ætt þeirra að geyma sautján tegundir. Í ættkvísl trítla eru átta tegundir. Þeir hafa suðlæga útbreiðslu, eru frá Evrópu og austur í Asíu og tvær tegundir eiga heimkynni í Indónesíu og Ástralíu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert