Peterson í gistingu

Bjarni K. Þorvarðarson t.v. og Jóhann Guðni Reynisson á lóðinni …
Bjarni K. Þorvarðarson t.v. og Jóhann Guðni Reynisson á lóðinni þar sem nýja gistiheimilið mun rísa í Reykholti í Biskupstungum í vetur.

Kenneth Peterson, eigandi Columbia Ventures sem byggði upp álver Norðuráls á Grundartanga, tekur þátt í uppbyggingu 40 herbergja gistiheimilis í Reykholti í Biskupstungum.

Hann gekk til liðs við viðskiptafélaga sinn, Bjarna Kristján Þorvarðarson, forstjóra lyfjafyrirtækisins Coripharma, um uppbygginguna. Saman eiga þeir félagið Stök gulrót ehf. ásamt Jóhanni Guðna Reynissyni.

Framkvæmdin var fullfjármögnuð í miðjum kórónuveirufaraldrinum og verður húsið byggt í haust og vetur. Stefnt er að opnun 15. júní á næsta ári, að því er fram kemur í umfjöllun um nýja gistiheimilið í  Biskupstungum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert