Fólk hafi gleymt sér í skemmtanahaldi

Síðasti sólarhringur var annasamur hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Alls komu upp 104 verkefni fyrir sjúkrabíla, þar af 39 forgangsverkefni, sem er nokkuð hátt hlutfall. 

Þá voru dælubílar kallaðir út 5 sinnum vegna minniháttar verkefna. 

Slökkviliðið segist hafa það á tilfinningunni að fólk hafi gleymt sér aðeins í skemmtanahaldi og gleymt kórónuveirufaraldrinum, en sinna þurfti nokkrum verkefnum í miðbænum þar sem margir voru á ferðinni. 

mbl.is