Hótaði að stinga starfsmann

Einn var kærður fyrir ofbeldi gagnvart lögreglumanni í nótt, að því er fram kemur í dagbók lögreglu en í nótt sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 61 máli og nokkrir einstaklingar gistu fangageymslur.

Nokkrar tilkynningar bárust lögreglu í nótt um fólk í annarlegu ástandi á höfuðborgarsvæðinu. Í einu af þessum málum var tilkynnt um einstakling sem kom inn í verslun í miðborginni og hótaði þar að stinga starfsmann.

Þá var einstaklingur sviptur ökuréttindum í nótt en hann var stöðvaður í umferðinni á 108 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Umræddur einstaklingur á einnig von á sekt fyrir brotið. 

Þrír voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og reyndi einn af þeim að hlaupa í burtu frá lögreglu án árangurs.

Þá kom eitt þjófnaðarmál upp í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert