Fimm ættliðir í beinan kvenlegg

Fimm ættliði í beinan kvenlegg.
Fimm ættliði í beinan kvenlegg. Ljósmynd/Drífa Nikulásdóttir

Fimm ættliðir í beinan kvenlegg hittust þegar hin þriggja mánaða gamla Hrafney Dís Marinósdóttir var skírð laugardaginn 4. júlí. Hún er fyrsta barn þeirra Vigdísar Lilju Árnadóttur, fædd 1999, og Marinós Rafns Pálssonar. Þau eru búsett á Hellu.

Móðir Vigdísar og amma Hrafneyjar er Eiríka Benný Magnúsdóttir, fædd 1978, sem býr á Hjarðarbóli í Ölfusi. Móðir Eiríku og langamma þeirrar litlu er Torfhildur Pálsdóttir í Reykjavík, fædd 1958.

Móðir hennar og langalangamma Hrafneyjar Dísar er Margrét Erla Hallsdóttir í Grundarfirði, Maddý á Naustum, fædd 1935. Á milli Hrafneyjar Dísar og Maddýjar langalangömmu hennar eru því 85 ár, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert