Orðrómur um Ölstofu rættist

Á Ölstofu Kormáks og Skjaldar.
Á Ölstofu Kormáks og Skjaldar.

Annar eigenda Ölstofu Kormáks og Skjaldar hefur sótt um að staðurinn gæti fengið að taka við ferðagjöf ferðamálaráðherra sem greiðslu, en starfsmenn staðarins hafa nú í nokkurn tíma þurft að svara því neitandi þegar vongóðir gjafabréfshafar mættu á staðinn í von um að geta greitt með bréfinu.

Og af hverju datt þeim í hug að þeir gætu það? „Einhvern veginn hefur sá orðrómur komist á kreik að við tækjum við þessari ferðagjöf. Ég heyrði af honum og fannst þetta svolítið fyndið. Þetta fór af stað fyrir einhverjum tíma og staffið var farið að hafa samband við mig til að spyrja hvort við gætum tekið við þessu. Jakob Bjarnar hringdi meira að segja hérna fyrir viku. Kemur í ljós að við vorum settir á einhvern lista yfir fyrirtæki sem tóku við þessu en það hlýtur að hafa bara verið einhver villa,“ segir Kormákur Geirharðsson.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hlynur Árnason rekstrarstjóri fólk hafa verið að koma og reyna að nota ferðagjöfina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert