Voru ekki í bílbeltum eða barnastól

Núpsvötn eru á fjölfarinni ferðamannaleið um Suðurland. Þar um liggur …
Núpsvötn eru á fjölfarinni ferðamannaleið um Suðurland. Þar um liggur meðal annars leiðin að Jökulsárlóni. mbl.is/Sigurður Bogi

Ökumaður jeppabifreiðar sem fór út af brúnni á Núpsvötnum á Skeiðarársandi í lok desember 2018 ók of hratt miðað við aðstæður og yfir hámarkshraða. Vegrið brúarinnar lét undan vegna þess að bil var í því.

Þeir þrír farþegar í bílnum sem létust í slysinu voru ekki í bílbeltum eða með viðeigandi öryggisbúnað.

Slysið varð 27. desember 2018. Sjö erlendir ferðamenn voru í Toyota Land Cruiser-jeppabifreið. Þrír farþegar létust og ökumaður og þrír farþegar slösuðust talsvert þegar bíllinn hafnaði ofan í grýttum árfarvegi. Farþegarnir sem létust voru tvær konur á fertugsaldri og 11 mánaða gamalt barn.

Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið kemur fram að hraðaútreikningar gefi til kynna að bifreiðinni hafi verið ekið á um 114 km hraða á klukkustund (frávik geta verið 8 km til lækkunar eða hækkunar) en leyfður hámarkshraði var 90 km við bestu aðstæður, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Brúin er einbreið með tveimur útskotum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »