Ökumaðurinn man ekki málsatvik

Fólkið sem lifði slysið af er á batavegi.
Fólkið sem lifði slysið af er á batavegi. mbl.is/Sigurður Gunnarsson

Lögreglumenn ræddu í gær við ökumann jeppans sem fór í gegn­um vegrið á brúnni Súlu yfir Núpsvötn milli jóla og ný­árs með þeim af­leiðing­um að tvær kon­ur og eitt ungt barn lét­ust. Hann man ekki eftir atburðinum.

„Það var reynt að taka skýrslu af ökumanninum en hann man ekki málsatvik,“ segir Odd­ur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn lög­regl­unn­ar á Suður­landi.

Kort/mbl.is

Spurður sagði Oddur að ökumaðurinn væri með réttarstöðu sakbornings en að ekki væri tilefni til að krefjast farbanns yfir honum.

Í Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurlandi í gær kom fram að ökumaðurinn, bróðir hans og börnin tvö sem lifðu slysið af séu á batavegi og búast megi við því að þau haldi til síns heima strax og heilsa leyfir.

Réttarkrufning á líkum hinna látnu fór fram í gær og mun rannsókn málsins taka nokkurn tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert