Ferjuflug til Nýja-Sjálands

Sigurður Egill Sigurðsson flugstjóri og Birna Borg Gunnarsdóttir flugmaður við …
Sigurður Egill Sigurðsson flugstjóri og Birna Borg Gunnarsdóttir flugmaður við Jetstream-vélina sem þau fljúga til Nýja-Sjálands. Ljósmynd/Ernir

Jetstream-skrúfuþota Flugfélagsins Ernis flaug úr landi í hádeginu í gær en vélin hefur verið seld til Nýja-Sjálands. Ferjuflug frá Íslandi gerist ekki mikið lengra en þetta, að sögn Harðar Guðmundssonar, forstjóra og stofnanda flugfélagsins.

Sigurður Egill Sigurðsson flugstjóri og Birna Borg Gunnarsdóttir flugmaður fljúga vélinni út. Þess má geta að Birna Borg er barnabarn Harðar.

Flugfélagið Ernir gerði út fjórar Jetstream-skrúfuþotur, eina Dornier 328-skrúfuþotu og Cessna 207 eins hreyfils flugvél áður en umrædd flugvél var seld.

„Það stóð alltaf til að selja eina Jetstream þegar við keyptum Dornier-vélina,“ sagði Hörður. „Við vorum búin að selja þessa vél fyrir áramótin og ætluðum að afhenda hana í febrúar. Þá kom Covid-19 og allt stoppaði. Við héldum að kaupandinn, sem er á Nýja-Sjálandi, væri hættur við. Hann hafði svo samband fyrir tveimur vikum, vantaði vél í hvelli og vildi setja allt í gang aftur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert