Hlaupahátíð aflýst vegna veðurs og skriðuhættu

Það stefndi í talsvert verra veður á hlaupahátíð í ár …
Það stefndi í talsvert verra veður á hlaupahátíð í ár en sjá má á þessari mynd frá í fyrra. Ljósmynd/Hlaupahátíð

Ákveðið hefur verið að aflýsa hlaupahátíð á Vestfjörðum í ár, en það er gert vegna mjög slæmra veðurskilyrða og skriðuhættu á keppnissvæðum. Í tilkynningu frá keppnishöldurum segir að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við Veðurstofuna.

Stór hluti greina á hlaupahátíðinni eru utanvegahlaup og fjallahjólreiðar og er meðal annars farið svokallaða Vesturgötu milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, en þar er mjög stórgrýtt og farið um vegslóða sem er undir fjallshlíð.


 

mbl.is