Línur úr lofti og niður í jörð

Byrjað var í gærmorgun á greftri fyrir jarðstreng í Korpulínu …
Byrjað var í gærmorgun á greftri fyrir jarðstreng í Korpulínu við Geitháls. Nokkur tré í vegkantinum voru fyrir og þurftu að víkja. mbl.is/Árni Sæberg

ÍAV hófu í gær að grafa fyrir Korpulínu sem lögð verður í jörð á milli tengivirkjana á Geithálsi og Korpu. Síðar á árinu mun Landsnet hefja vinnu við að leggja Rauðavatnslínu í jörð. Báðar gömlu loftlínurnar verða rifnar.

Korpulína liggur í gegn um Úlfarsárdal og er farin að hamla þróun byggðar þar, að mati Reykjavíkurborgar, auk þess sem hún stendur í vegi fyrirhugaðs kirkjugarðs. Lagðir verða þrír einfasa strengir í skurðinn.

Þvermál hvers strengs er rúmir 11 sentímetrar. Jón Bergmundsson, verkefnastjóri hjá Landsneti, segir að strengurinn geti flutt 200 megavött og er hann því töluvert öflugri en núverandi loftlína. ÍAV annast jarðvinnu og lagningu strengsins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert