„Sameinuð sigrumst við á ósýnilegu Kínaveirunni“

Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, fyrir miðju.
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, fyrir miðju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, tekur undir orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Twitter. „Sameinuð sigrumst við á ósýnilegu Kínaveirunni“ skrifar Gunter upp eftir forsetanum og bætir um betur með bandaríska og íslenska fánanum.

Í færslu forsetans skrifar Trump að eins og margir segi sé ekkert þjóðræknara en að bera grímu þegar ekki gefist kostur á að halda sig fjarri öðrum. „Enginn er þjóðræknari en ég, uppáhaldsforsetinn ykkar!“

Með færslunni deilir Trump ljósmynd af sér með andlitsgrímu.

mbl.is