Þrír COVID-19-flutningar síðasta sólarhring

Síðasta sólarhring var metfjöldi í boðunum sjúkrabifreiða, eða 127 og …
Síðasta sólarhring var metfjöldi í boðunum sjúkrabifreiða, eða 127 og þar af 51 á næturvaktinni. Af þessum boðunum voru 42 í forgangi og þrír COVID-19-flutningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðasta sólarhring var metfjöldi í boðunum sjúkrabifreiða, eða 127 og þar af 51 á næturvaktinni. Af þessum boðunum voru 42 í forgangi og þrír COVID-19-flutningar.

Jóhann Ásgeirsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að talsvert hafi hægst á flutningum vegna COVID-19 undanfarnar vikur en þeim sé að fjölga aftur.

Þannig var einn með staðfest kórónuveirusmit fluttur á sjúkrahús með sjúkraflutningum, auk þess sem grunur var um kórónuveirusmit í tveimur tilfellum.

„Stundum er grunur og við tökum það mjög alvarlega og erum með allar varnir í lagi, sér bíl og svoleiðis, svo það sé gert eins vel og hægt er, bæði fyrir okkur og aðra.“

24 eru með staðfest kórónuveirusmit hérlendis, en fleiri hafa ekki verið með virk smit síðan í byrjun júní. Talið er að fleiri smit gætu verið í samfélaginu og mun Íslensk erfðagreining hefja skimun á hádegi í dag, auk þess sem viðbúið er að stjórnvöld taki ákvörðun um að herða aðgerðir um miðjan dag í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert