Hemlaði og kom í veg fyrir stórslys

Maðurinn steig á hemlana um leið og hann sá bílana …
Maðurinn steig á hemlana um leið og hann sá bílana hlið við hlið. Mynd/Skjáskot úr myndskeiðinu

Maður sem var á akstri skammt frá Akranesi hefur sett myndskeið á netið sem sýnir mikinn glæfraakstur bíls sem ók á móti honum.

Segist hann hafa stigið á hemlana um leið og hann sá bílinn við hliðina á þeim sem hann var að fara fram úr og var kominn niður í 40 til 50 km hraða þegar hann mætti bílnum. Með þessu kom hann vafalítið í veg fyrir stórslys. 

„Hann hefur eflaust haldið að hann hafi reiknað þetta allt rétt út!!“ skrifar Einar Jónsson á Facebook-síðu sína.

mbl.is