Hætta á gjaldþrotahrinu ferðaþjónustufyrirtækja

Seljalandsfoss hefur notið vinsælda meðal erlendra ferðamanna. Ljóst er að …
Seljalandsfoss hefur notið vinsælda meðal erlendra ferðamanna. Ljóst er að ferðamönnum mun fækka ef önnur bylgja smita raungerist. mbl.is/Sigurður Bogi

Ef fram heldur sem horfir má búast við gjaldþrotahrinu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Raungerist önnur bylgja er ljóst að gríðarlegir rekstrarörðugleikar blasa við slíkum fyrirtækjum.

Þetta segir Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn Guðrúnar er um þungt högg að ræða enda virtist sem ferðaþjónustan væri að ná sér á strik á nýjan leik nú í júlímánuði. Frá því að landamærin voru opnuð fyrir rétt um mánuði hafa tugþúsundir ferðamanna streymt til landsins og þannig komið með lífsnauðsynlegt fjármagn inn í rekstur umræddra fyrirtækja.

„Ef önnur bylgja færi af stað myndi það verða náðarhöggið fyrir ansi marga. Þetta er auðvitað mikið áfall enda voru hjólin farin að snúast aftur. Við vorum í eins konar logni milli storma og ég hugsa að margir hafi verið farnir að vera bjartsýnir. Þetta var samt nokkuð sem maður óttaðist og síðustu tvær vikur í Evrópu hafa bent til þess að eitthvað væri að fara af stað,“ segir Guðrún og bætir við að önnur lokun fari misilla með fyrirtækin. Fjöldi þeirra muni gefast upp en þó séu einhver sem geti lagst í dvala. „Það má búast við gjaldþrotahrinu en rekstraraðilarnir eru með mjög mismiklar fjárfestingar og misstóran rekstur. Sumir geta lagst í híði en það er alveg ljóst að fólk missir vinnuna. Slík fyrirtæki geta þó verið snögg á lappir,“ segir Guðrún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert