Kertafleyting með breyttu sniði

Kertafleytingin verður með breyttu sniði í ár.
Kertafleytingin verður með breyttu sniði í ár. mbl.is/Golli

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður ekki hægt að halda kertafleytinguna árlegu á Reykjavíkurtjörn með hefðbundnu sniði.

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar minnst fórnarlamba kjarnorkuárása Bandaríkjanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasaki fyrir 75 árum og um leið minnt á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna með kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn.

Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur ákveðið að í ár verði haldin táknræn aðgerð þar sem fáeinir friðarsinnar koma saman, sem verði tekin upp og streymt á netinu að kvöldi 6. ágúst, að því er kemur fram í tilkynningu.

Upptakan mun hins vegar fara fram klukkan ellefu að kvöldi hins 5. ágúst, um sama leyti og Hírósímasprengjan sprakk fyrir 75 árum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert