Kveikt í brennu í Eyjum

Kveikt var í brennunni í gærkvöldi.
Kveikt var í brennunni í gærkvöldi. Ljósmynd/Elías Jörundur Friðriksson

Í Vestmannaeyjum voru víða haldin partí í nótt en allt fór vel fram að sögn lögreglunnar. Í gærkvöldi var kveikt í brennu á Fjósakletti.

Langt var komið með að safna í brennuna þegar Þjóðhátíð var aflýst, að sögn vefsíðunnar Eyjar.net. Herjólfsdal var lokað klukkan 21 og var fólk beðið að njóta brennunnar úr fjarska.  

Fjöldi fólks er á Akureyri og eru tjaldstæðin full, miðað við þær reglur sem gilda vegna kórónuveirunnar. Allt fór vel fram í bænum í nótt en tveir voru teknir í gær fyrir ölvunarakstur, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Á Egilsstöðum hefur umferðin ekki verið eins mikil og búist var við. Nóttin var róleg í umdæminu.

mbl.is