Birta mörg þúsund skjöl um hernámið

Hermenn við slippinn í Reykjavík 1945. Ísland var hernumið 10. …
Hermenn við slippinn í Reykjavík 1945. Ísland var hernumið 10. maí 1940, en í kjölfarið sprakk stjórnkerfið út og mikið af gögnum varð til.

Tveir ungir sagnfræðingar standa nú í ströngu við að grúska í 80 ára gömlum skjölum úr skjalasafni utanríkisráðuneytisins í Þjóðskjalasafni Íslands.

Markmið verkefnisins er að endurskrá og birta skjöl tengd hernáminu, en í ár eru 80 ár síðan Ísland var hernumið af Bretum 10. maí 1940.

„Niðurstaðan verður fyrst og fremst sú að það verða nokkur þúsund skjöl gerð aðgengileg í haust, sem tengjast hernáminu sérstaklega,“ segir Unnar Rafn Ingvarsson, umsjónarmaður verkefnisins og fagstjóri miðlunar hjá Þjóðskjalasafni Íslands.

„Vandamálið hjá okkur er að það er eitt að skrá skjalasöfn, en annað að birta þau og miðla þeim. Skráningin þarf að vera miklu ítarlegri svo fólk finni eitthvað; að það þurfi ekki að fletta í gegnum mörg þúsund síður til að finna upplýsingar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »