„Eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“

Agnes Agnarsdóttir á fundinum í dag.
Agnes Agnarsdóttir á fundinum í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Mjög eðlilegt er að hafa áhyggjur og finna til kvíða við aðstæðurnar sem við búum við í samfélaginu í dag vegna kórónuveirunnar.

Þetta sagði Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Þetta eru í raun eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður,“ sagði hún.

„Við höfum áhyggjur af eigin heilsu og heilsu okkar nánustu. Við getum fundið fyrir depurð og einsemd vegna takmarkana á nánum samskiptum, eins og bæði við ástvini og annað fólk,“ bætti hún við og nefndi að erfiðleikar á borð við atvinnumissi, tekjutap og óöryggi í húsnæðismálum geti einnig haft áhrif á geðheilsu okkar.

Hún sagði fólk geta gert ýmislegt sjálft til að ráða betur við kvíða og streitu og benti á síðurnar heilsuvera.is og covid.is. Hún sagði mikilvægt að vera virkur, hugsa um aðra hluti en veiruna og ekki hætta að vera til. „Fyrst og fremst er hjálplegt að ræða við okkar nánustu,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert