Rafmagn komið á að nýju

Rafmagni hefur verið komið á að nýju á Akureyri, Dalvík, …
Rafmagni hefur verið komið á að nýju á Akureyri, Dalvík, í Eyjafirði og nágrenni.

Búið er að koma rafmagni aftur á tengivirkið á Rangárvöllum eftir að það sló út um klukkan 11 í dag. Rafmagnslaust var á Akureyri, Dalvík í Eyjafirði og nágrenni til klukkan hálftvö. 

Þetta staðfestir Einar Einarsson, staðgengill upplýsingafulltrúa Landsnets, í samtali við mbl.is. 

Spennir 3 í tengivirkinu á Rangárvöllum leysti út um klukkan 9:30 í morgun með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð í hluta Eyjafjarðar og Fnjóskadal. Þegar unnið var að viðgerð sló 66-kV-kerfið út rétt fyrir klukkan ellefu. 

Einn var í tengivirkinu þegar sló út og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Einar segir líðan hans ágæta en hann verði undir eftirliti á sjúkrahúsi í nótt. 

mbl.is