Reyna að koma rafmagni á að nýju

Rafmagnslaust er á Akureyri, Dalvík, í Eyjafirði og nágrenni.
Rafmagnslaust er á Akureyri, Dalvík, í Eyjafirði og nágrenni. mbl.is

Unnið er að undirbúningi þess að setja rafmagn á tengivirkið á Rangárvöllum á að nýju eftir að það sló út fyrir hádegi. Vonir standa til þess að rafmagn verði komið á klukkan 13, en rafmagnslaust er á Akureyri, Dalvík, í Eyjafirði og nágrenni.

Þetta staðfestir Einar Einarsson, staðgengill upplýsingafulltrúa Landsnets, í samtali við mbl.is.

Spennir 3 í tengivirkinu á Rangárvöllum leysti út um klukkan 9:30 í morgun með þeim afleiðingum að rafmagnslaust  varð í hluta Eyjafjarðar og í Fnjóskadal. Þegar unnið var að viðgerð sló 66 kV-kerfið út rétt fyrir klukkan ellefu.

Einn fluttur á sjúkrahús

Einn var inni í tengivirkinu þegar sló út og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Fyrst var greint frá á RÚV, en Einar staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefur er maðurinn ekki mikið slasaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert