Blue Lagoon Challenge aflýst

Frá keppninni fyrir tveimur árum síðan.
Frá keppninni fyrir tveimur árum síðan.

Ákveðið hefur verið að aflýsa hjólreiðamótinu Blue Lagoon Challenge vegna tilmæla stjórnvalda um takmörkun á fjöldasamkomum vegna kórónuveirunnar.

Fram kemur í tilkynningu frá Hjólareiðafélagi Reykjavíkur og Bláa lóninu að síðan í vor hafi félagið unnið að skipulagningu keppninnar.

„Blue Lagoon Challenge er mikilvægasta fjáröflun HFR til að geta stutt við öflugt barna- og unglingastarf og því mikið högg fyrir okkur að aflýsa mótinu. Heilsa og öryggi aðstandenda mótsins og keppenda er okkur þó efst í huga,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is